Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Ingvi Steinn tekur við Sandgerðingum
Ingvi Steinn mun þjálfa í Sandgerði á næstu leiktíð.
Mánudagur 1. júlí 2013 kl. 16:41

Ingvi Steinn tekur við Sandgerðingum

Reynismenn í Sandgerði hafa fengið nýjan þjálfara en Ingvi Steinn Jóhannsson hefur tekið við þjálfun. Karfan.is greinir frá þessu. Reynismanna sem féllu í 2. deild að loknu síðasta tímabili í 1. deildinni. Ingvi er staðháttum kunnur í Sandgerði þó Njarðvíkingur sé hann að upplagi.

Ingvi hefur áður leikið með Sandgerðingum en er sjálfur hættur að leika og verður því aðeins á og við tréverkið hér eftir með Reynismönnum. Reynir Sandgerði vann tvo leiki en tapaði 16 og féll í 2. deild eftir síðasta tímabil ásamt Augnablik. Ingvi tekur við starfinu af Jóni Guðbrandssyni sem hefur síðustu ár verið með Sandgerðisliðið.

Þess má einnig til gamans geta að Ingvi Steinn er einn af þremur stofnaðilum karfan.is.

www.karfan.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024