Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ingvi Rafn: Hef engu gleymt
Föstudagur 11. maí 2007 kl. 12:22

Ingvi Rafn: Hef engu gleymt

Ingvi Rafn Guðmundsson hefur tekið þátt í þremur síðustu æfingum Keflavíkurliðsins í knattspyrnu og að sögn leikmannsins er hann allur að koma til þó hann eigi eitthað smá eftir í land með snerpuna og úthaldið.

 

Ingvi sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hefði undirgengist sprautumeðferð fyrir skemmstu þar sem hann var sprautaður þrívegis í ökklann með nokkurra vikna millibili. Spauturnar áttu að stuðla að aukinni brjóstkmyndun í hægri ökklanum en þar meiddist Ingvi snemma leiktíðar 2005 og hefur ekki leikið með Keflvíkingum síðan.

 

,,Ég verð stífur í ökklanum eftir æfingar en ætla að halda áfram og það gæti vel verið inni í myndinni að ég myndi koma inn á hjá Keflavíkurliðinu, fyrr heldur en seinna,” sagði Ingvi en hann fer daglega til Fals Daðasonar, sjúkraþjálfara Keflavíkurliðsins og segir Ingvi að sjúkraþjálfarinn mæli með því að hann haldi áfram að æfa.

 

,,Ég kæli ökklann vel eftir æfingar en á æfingunum get ég ekki hlaupið eins mikið og strákarnir en ég hef engu gleymt. Snerpan er eitthvað sem kemur og það gerir úthaldið líka. Á fyrstu tveimur æfingunum var ég alveg búinn eftir 15-20 mínútur en kláraði samt. Ég verð bara að vera duglegur að æfa, hvíla og borða,” sagði Ingvi.

 

Það er mikið fagnaðarefni fyrir Keflavík að Ingvi sé að komast á rétt ról en eins og hann segir sjálfur þá er enn nokkuð í land en það ætti enginn að láta sér bregða ef Ingvi kemur inn á með Keflavík á næstunni.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024