Ingvar til reynslu hjá SC Pfullendorf
Ingvar Jónsson markvörður mun í dag halda til þýska liðsins SC Pfullendorf. Með liðinu lék Helgi Kolviðsson fyrrum landsliðsmaður Íslands, Helgi er í dag aðstoðarþjálfari liðsins. Með Ingvari í för verða tveir aðrir leikmenn einn frá HK og annar frá Stjörnunni.
Þeir munu æfa með félaginu og leika einn leik líklega gegn varaliði Bayern Munchen fimmtudaginn 8. október. ??SC Pfullendorf sem stofnað var árið 1919 leikur í fjórða hæsta stigi í þýsku deildarkeppninni (Regionalliga).
Í fjórðu deildinni eru 54 hálf-atvinnumannalið í þremur deildum sem innihalda 18 lið hvort. SC Pfullendorf leikur í suðurdeild 4. deildar (Regionalliga Süd). Meistarar hverrar deildar fara sjálfkrafa upp um deild. Liðið er sem stendur í fimmta sæti eftir níu leiki, aðeins þremur stigum frá efsta liðnu SC Freiburg 2.
Ingvar mun snúa til baka frá Þýskalandi 16. október.