Ingvar og Jósef léku sinn fyrsta landsleik
Íslenska U-21 árs landsliðið atti kappi við það danska á KR-vellinum í gær en þar stigu tveir Suðurnesjamenn sín fyrstu skref. Ingvar Jónsson, markmaður úr Njarðvík, og Jósef Kristinn Jósefsson, leikmaður Grindavíkur, léku þá sinn fyrsta U-21 árs landsleik. Þeir komu inná sem varamenn um miðbik seinni hálfleiks. Hallgrímur Jónasson, úr Keflavík, var í byrjunarliðinu en Ísland tapaði 0-2.
Íslenska A-landsliðið lék gegn Aserbaídsjan í gærkvöldi og lyktaði leikum með 1-1 jafntefli. Hólmar Örn Rúnarsson, úr Keflavík, var í leikmanna hópi liðsins en kom ekki við sögu í leiknum. Fyrrum leikmaður Keflavíkur, Stefán Gíslason, var í byrjunarliði Íslands og lék allan leikinn.
Mynd/umfn.is: Ingvar Jónsson lék sinn fyrsta U-21 árs landsleik í gær.