Ingvar fótbrotnaði
Landsliðsmarkvörðurinn Ingvar Jónsson fótbrotnaði í leik gegn Lilleström í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær. Þetta kemur fram á mbl.is.
Eftir læknisskoðun eftir leikinn kom í ljós að bein í legg Ingvars hafi brotnað, en Ingvar fann fyrir sársauka í vinstri fætinum eftir að hafa tekið útspark á 31. mínútu og farið meiddur af velli. Ingvar verður frá næstu sex vikurnar.
Hann spilaði alla þrjátíu leiki Sandefjord í deildinni á tímabilinu en liðið endaði í 13. sæti af 16 liðum og hélt sæti sínu. Hann hélt marki sínu hreinu í átta af þeim leikjum.