Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ingunn Embla segir skilið við Keflavík
Við undirritun leikmanna- og þjálfarasamninga. -mynd: karfan.is
Miðvikudagur 12. ágúst 2015 kl. 10:26

Ingunn Embla segir skilið við Keflavík

Skrifar undir hjá Grindavík til tveggja ára

Grindvíkingar hafa samið við tvo nýja leikmenn fyrir komandi tímabil í körfunni en þær Lilja Sigmarsdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir skrifuðu undir tveggja ára samninga við liðið.

Lilja, sem er uppalinn hjá Grindavík, hefur leikið með liði Vals undanfarin ár en Ingunn hefur verið einn af sterkari leikmönnum Keflavíkur undanfarin tvö ár og er því um að ræða mikinn hvalreka fyrir Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá hefur gamli refurinn Pétur Guðmundsson ákveðið að snúa aftur og mun aðstoða Daníel Guðna Guðmundsson með þjálfun liðsins.