Ingunn Embla og Petrúnella leika ekki körfubolta í vetur
Eiga báðar von á barni
Petrúnella Skúladóttir, landsliðskona Grindavíkur og hin efnilega Ingunn Embla Kristínardóttir leikmaður Keflavíkur, munu ekki leika körfubolta með liðum sínum í vetur þar sem þær eiga báðar von á barni.
Petrúnella á von á sínu öðru barni með körfuboltamanninum Jóhanni Árna Ólafssyni sem einnig leikur með Grindavík. Ingunn sem er 17 ára á von á sínu fyrsta barni. Þessir sterku leikmenn léku ákaflega vel fyrir lið sín í fyrra og verður þeirra sjálfsagt sárt saknað á komandi tímabili.
Frá þessu var greint á vefsíðunni Karfan.is.