Ingunn Embla og Ingibjörg báðar meiddar
Tveir leikmenn Grindavíkur í Dominos deild kvenna, þær Ingunn Embla Kristínardóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir verða frá næstu tvær vikurnar í það minnsta vegna meiðsla.
Ingunn Embla úlnliðsbrotnaði á æfingu á mánudaginn, en brot hennar mun þurfa að skoða aftur eftur 2 vikur og verður þá ákveðið af lækni hvort hún þurfi að fara í aðgerð eða ekki. Ingibjörg er rifbeinsbrotin en það gerðist í leik gegn Snæfelli í Meistarakeppninni fyrir tæpum tveimur vikum. Karfan.is greindi frá þessu í kvöld.