Ingunn Embla lék nefbrotin í tapi Keflavíkur
- Myndasafn frá leik Keflavíkur og Vals í gærkvöldi
Ingunn Embla Kristrínardóttir, leikmaður kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik, lék með andlitsgrímu í leik liðsins gegn Val í gærkvöld. Ástæðan er sú að Ingunn nefbrotnaði fyrir skömmu.
Hún er greinilega mikill nagli því hún útvegaði sér andlitsgrímu til að verja andlitið og lék með liðinu í gær gegn Val. Ingunn Embla skoraði þrjú stig og tók sex fráköst í tapi liðsins í gær.
Hér má sjá myndasafn frá leiknum í gær í Toyotahöllinni.