Ingunn Embla fékk tveggja leikja bann hjá aganefnd KKÍ
Ingunn Embla Kristínardóttir leikmaður kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik var í gær úrskurðuð í tveggja leikja keppnisbann. Aga og úrskurðarnefnd KKÍ fór yfir myndbandsupptöku af leik Keflavíkur gegn Snæfelli í undanúrslitum Poweradebikarsins um síðustu helgi þar sem Ingunn sparkaði í Gunnhildi Gunnarsdóttur leikmann Snæfells.
Ingunn Embla missir ekki af bikarúrslitaleiknum gegn Grindavík þann 21. febrúar en hún missir af leikjum gegn Val og Grindavík í 19. og 20. umferð Dominosdeildar kvenna.