Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ingólfur sá yngsti til að fagna sigri
Mánudagur 22. október 2018 kl. 08:51

Ingólfur sá yngsti til að fagna sigri

Bjarni sigraði tvöfalt

Það var nóg um að vera í bardagagreinum um helgina en Njarðvíkingar gerðu það gott á þremur mótum. Haustmót Júdosambands Íslands í fullorðinsflokki fór fram um helgina. Ingólfur Rögnvaldsson gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk og er yngsti keppandi UMFN til að sigra eitt af fjóru stóru mótum JSÍ. Daníel Dagur Árnason varð annar í -60kg flokki.

Í fyrstu umferð í mótaröð Glímusambands Íslands sigraði Njarðvíkingurinn Bjarni Darri Sigfússon í fullorðinsflokki en hann vann einnig í -80 kg flokki unglinga. Gunnar Örn varð í því þriðja í þeim flokki. Jóel Helgi Reynisson varð svo annar í +80kg flokki unglinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á Íslandsmót barna og unglinga í glímu á Reyðarfirði, unnu Elísabet Ósk Haraldsdóttir, Guðlaug Anna Oddsdóttir og Jóhannes Pálsson brons í sínum aldursflokkum. Gunnar Örn Guðmundsson varð síðan annar í flokki 15 ára.

Ingólfur Rögnvaldsson hér til hægri á mynd.

Daníel er hér með grænt belti.