Ingibjörg Sigurðardóttir mætti sem leynigestur
- Landsliðskona á æfingu 6. flokks í Grindavík
Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var leynigestur á æfingu hjá 6. flokki kvenna í Grindavík síðastliðin miðvikudag. Ingibjörg fór yfir það þegar hún spilaði með yngri flokkum í Grindavík og leiðina í landsliðið. Hún tók einnig við spurningum frá stelpunum og tók þátt í æfingunni með þeim, þetta verður eflaust dagur sem þessar ungu stúlkur gleyma seint.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af æfingunni, þar sem Ingibjörg talaði við hópinn, tók þátt í æfingunni og fylgdist með.