Ingibjörg lét þær frönsku finna fyrir sér
-Tvítugur Grindvíkingur í byrjunarliði Íslands á EM
Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði frábærlega í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins á EM í knattspyrnu sem fram fór á þriðjudaginn. Ísland tapaði naumlega fyrir Frökkum, 1:0 eftir mark úr vítaspyrnu. Næsti leikur Íslands er á móti Sviss á laugardaginn. Ingibjörg, sem er uppalin í Grindavík, hefur leikið með Breiðablik síðustu ár. Hún fékk gult spjald í upphafi leiks eftir hressilega tæklingu en hún lét þær frönsku finna vel fyrir sér í leiknum. Þetta var í fyrsta skipti sem Ingibjörg leikur fyrir hönd Íslands á stórmóti í knattspyrnu.