Ingibjörg leikmaður ársins í norsku deildinni
Vålerenga tvöfaldur meistari 2020
Ingibjörg Sigurðardóttir varð bikarmeistari með liði sínu Vålerenga. Vålerenga sigraði tvöfalt í ár en liðið varð einnig Noregsmeistari um þarsíðustu helgi.
Ingibjörg hefur átt frábært tímabil með í norsku deildinni og auk þess að vinna tvöfalt var hún valin leikmaður ársins.
Vålerenga varð bikarmeistari í kvennaflokki eftir sigur á LSK Kvinner í úrslitaleik. Ingibjörg lék allan leikinn sem fór í framlengingu en ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma. Það var svo Vålerenga sem skoraði tvö mörk í framlengingu og tryggði sér með því titilinn.