Ingibjörg farin á EM og ætlar að vinna
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hélt rétt í þessu af stað til Hollands en þar munu þær keppa á EM. Hin tvítuga Ingibjörg Sigurðardóttir frá Grindavík er í landsliðinu.
Í samtali við Víkurfréttir segir Ingibjörg stemninguna í hópnum mjög góða, en stelpurnar munu keppa sinn fyrsta leik á þriðjudaginn. „Við erum virkilega spenntar. Við ætlum að vinna og koma heim með medalíur, það er bara þannig.“
Meðfylgjandi myndir tók Sólborg Guðbrandsdóttir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Keflvíkingurinn og stuðningsmaðurinn Jóhann D Bianco skilaði kveðju til stelpnanna í myndbandi sem sýnt var rétt fyrir brottför.
Ingibjörg Sigurðardóttir ætlar heim með medalíur.