Ingibjörg Elva í metabækurnar
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, leikmaður Njarðvíkinga í körfuknattleik, skráði nafn sitt í metabækurnar milli jóla og nýárs þegar hún lék með íslenska kvennalandsliðinu gegn Englandi á Spuerkeess-mótinu í Lúxemburg. Ingibjörg er aðeins 14 ára gömul og er hún yngsti landsliðsmaður Íslands í hópíþrótt frá upphafi ásamt Helenu Sverrisdóttur úr Haukum sem lék einnig á þessu móti en þær eru jafnaldrar.
Stúlkurnar komu inn á í tveimur leikjum. Bæði Ingibjörg og Helena eru fæddar í mars en Helena er þó nokkrum dögum yngri. Ekki er ólíklegt að stúlkurnar séu þær yngstu í hópíþrótt frá upphafi, ekki bara á Íslandi, heldur þótt víðar væri leitað enda verður það að teljast nokkuð óvenjulegt að svo ungir leikmenn komist í landslið.
Stúlkurnar komu inn á í tveimur leikjum. Bæði Ingibjörg og Helena eru fæddar í mars en Helena er þó nokkrum dögum yngri. Ekki er ólíklegt að stúlkurnar séu þær yngstu í hópíþrótt frá upphafi, ekki bara á Íslandi, heldur þótt víðar væri leitað enda verður það að teljast nokkuð óvenjulegt að svo ungir leikmenn komist í landslið.