Ingibjörg á leiðinni á EM
Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er í 23. manna hóp íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu sem fer fyrir hönd Íslands á lokakeppni EM í Hollandi. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðið, tilkynnti hópinn í gær.
Ingibjörg spilaði sína fyrstu landsleiki í síðasta landsliðsverkefni og greip tækifærið þá, en hún er fædd árið 1997 og því tuttugu ára gömul. Síðustu ár hefur hún leikið með liði Breiðabliks.