Inga María Norðurlandameistari í kraftlyftingum
Inga María Henningsdóttir úr Massa varð um helgina Norðurlandameistari í kraftlyftingum. Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum fór fram um helgina í Katrineholm í Svíþjóð. Inga keppti í -84 kg flokki en hún vigtaðist sjálf 72,6 kg. Inga lyfti best 142,5kg í hnébeygju, 72,5kg í bekkbressu og 135kg í réttstöðu. Samanlagt 350 kg.
Hún bætti sinn besta árangur bæði í hnébeygju og bekkpressu en var 10 kg frá sínu besta í réttstöðu. Sannarlega glæsilegur árangur.