ÍM-50: Góður afrakstur ÍRB í dag
Sundmenn ÍRB héldu uppteknum hætti á ÍM-50 og bættu 10 verðlaunum í safnið í dag þar af þremur Íslandsmeistaratitlum. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson sigraði í tveimur greinum, þ.e. 50 metra skriðsundi og 50 metra baksundi og Birkir Már Jónsson sigraði í 100 metra flugsundi.
Eftirtaldir sundmenn hlutu einnig verðlaun í dag, Birkir Már silfur í 50 metra skriðsundi, Lilja Ingimarsdóttir brons í 50 metra bringusundi, Guðni Emilsson brons í 50 metra bringusundi, Soffía Klemenzdóttir brons í 200 metra fjórsundi, Gunnar Örn Arnarson silfur í 200 metra fjórsundi. Þar að auki hlutu bæði karla- og kvennasveit ÍRB brons í 4*100 metra skriðsundi.
Síðasti keppnisdagur ÍM-50 fer fram á morgun og eru liðsmenn ákveðnir í að standa sig gríðarlega vel á þeim degi venju samkvæmt.