Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ikovlev kemur ekki: Watson væntanleg í september
Þriðjudagur 31. júlí 2007 kl. 18:53

Ikovlev kemur ekki: Watson væntanleg í september

Ekkert verður af því að Denis Ikovlev leiki með karlaliði Keflavíkur í Iceland Express deildinni í körfuknattleik í vetur. Ikovlev hafði samþykkt tilboð frá Keflavík en ákvað á síðustu stundu að leika með liði í Póllandi.

 

Þá er það orðið ljóst að TaKesha Watson mun leika með Keflavíkurkonum í vetur og er það jákvætt fyrir Keflavíkurliðið enda er Watson kraftmikill baráttujaxl sem gerði 23,2 stig að meðaltali í leik fyrir Keflavík á síðustu leiktíð. Von er á Watson til landsins í septemberbyrjun.

 

Þá hafa þær Pálína Gunnlaugsdóttir og Lóa Dís Másdóttir einnig gengið til liðs við Keflavík en miðherjinn María Ben Erlingsdóttir mun ekki leika með Keflavík í vetur þar sem hún verður í Bandaríkjunum við nám.

 

VF-mynd/ [email protected] - TaKesha Watson í leik með Keflavík á síðustu leiktíð.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024