Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Igor til Grindavíkur sem leikmaður og þjálfari
Sunnudagur 13. maí 2007 kl. 13:19

Igor til Grindavíkur sem leikmaður og þjálfari

Grindvíkingar hafa náð samningum við Igor Beljanski þess efnis að hann leiki með karlaliðinu á næstu leiktíð og taki við af Unndóri Sigurðssyni sem þjálfari kvennaliðsins. Frá þessu er greint á www.umfg.is

 

Igor lék með Njarðvíkingum á síðustu leiktíð og þar gerði hann 10,9 stig að meðaltali í leik í 16 deildarleikjum. Eitt helsta forgangsverkefni Grindvíkinga var að þétta teiginn hjá sér fyrir næstu leiktíð og með tilkomu Igors hefur það tekist vel hjá þeim gulu.

 

Á vefsíðu Grindvíkinga kemur fram að reynt verður að fá Jonathan Griffin aftur til liðsins og að samningaviðræður standi nú yfir við leikmanninn.

 

www.umfg.is

 

VF-mynd/ [email protected] - Igor í leik með Njarðvíkingum á síðustu leiktíð, hann mun klæðast gulu á næstu leiktíð.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024