Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Igor og Katla áfram í Keflavík - Okeke til Hauka
Katla Rún Garðarsdóttir, fyrirliði á fleygiferð með liðinu í vetur. Hún hefur gert nýjan samning við Keflavík. VF-mynd/JPK.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 12. júní 2023 kl. 16:32

Igor og Katla áfram í Keflavík - Okeke til Hauka

Katla Rún Garðarsdóttir, fyrirliði silfurliðs Keflavíkur í körfubolta kvenna hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2025. Þá hefur Keflavík einnig framlengt samningi sínum við króatíska körfuknattleiksmanninn Igor Maric. H 

„Ég er í skýjunum í dag, mér og fjölskyldu minni hefur verið ofboðslega vel tekið frá því að við komum hingað og þetta er í raun bara draumur að rætast. Hér viljum við vera og ég get ekki beðið að taka nýjum áskorunum og gera mitt í að halda Keflavík í toppbaráttunni,” sagði Igor á Facebook síðu Keflvíkinga en hann lék með Keflvíkingum á síðasta tímabili og skoraði 12 stig að meðaltali og tók fimm fráköst auk tveggja stoðsendina í leik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hinn ungi og efnilegi Ólafur Ingi Styrmisson mun yfirgefa Keflavík fyrir komandi leiktíð í Subway deild karla og ganga til liðs við Regis Rangers í bandaríska háskólaboltanum. Regis háskólinn er í Colorado og leikur í 2. deild. Ólafur kom frá Fjölni fyrir tímabilið til Keflavíkur í fyrra og stóð sig vel.

Þá hefur ítalski framherjinn, David Okeke, samið við Haukana um að leika með þeim á næsta tímabili. Okeke var hjá Keflavík síðustu tvö keppnistímabil, lenti í meiðslavandræðum og náði sér aldrei almennilega í gang með liðinu en sýndi þó góða takta nokkrum sinnum í vetur. Pétur Ingvarsson, nýráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur sagði við visir.is nýlega að félagið hefði áhuga á að framlengja samning sinn við Dominykas Milka en hann hefur verið hjá Keflavík síðustu þrjú ár.

Katla Rún er uppalinn Keflvíkingur og hefur verið lykilleikmaður í liðinu undanfarin ár. „Ég er mjög spennt fyrir komandi tímabili. Hópurinn er bara að styrkjast frá því í fyrra og við erum allar reynslunni ríkari og með lið sem er fullt af hæfileikum. Við ætlum okkur stóra hluti og tilhlökkunin er mikil, við getum ekki beðið eftir því að byrja þetta,” sagði hún í tilkynningu frá Keflavík.

Þá hefur Keflavík samið við Eygló Kristínu Óskarsdóttur en hún kom til liðsins árið 2021. Leikmannamál kvennaliðsins eru langt komin og ljóst að Keflvíkingar verða sterkir á næsta keppnistímabili.

Igor og Milka í baráttunni gegn Tindastóli í vetur. Að neðan handsala Igor og Magnús Sverrir, formaður deildarinnar samninginn.