ÍG leikur í fyrstu deild
ÍG frá Grindavík varð um helgina Íslandsmeistari í 2. deild karla eftir sigur á Álftanesi, 92-89. Liðið mun því spila í 1. deild á næsta tímabili. Með ÍG leika margir góðir Grindvíkingar á besta aldri en einnig má sjá þarna þá Pál Kristinsson frá Njarðvík og Keflvíkinginn Almar Guðbrandsson fyrir miðja mynd í aftari röð.
Á leið sinni í úrslitin unnu ÍG menn m.a. sigur á Reyni Sandgerði.