Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ÍG Íslandsmeistari í 2. deild karla
Þriðjudagur 19. apríl 2011 kl. 13:05

ÍG Íslandsmeistari í 2. deild karla

Liðsmenn ÍG frá Grindavík urðu í fyrrakvöld Íslandsmeistarar í 2. deild karla í körfuknattleik eftir sigur á ÍA í úrslitaviðureign deildarinnar. Liðin mættust í Íþróttahúsi Kennaraháskólans í Reykjavík þar sem lokatölur voru 95-82 ÍG í vil.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


ÍG byrjaði mun betur og að loknum fyrri hálfleik var allt sem benti til öruggs sigurs Grindvíkinga enda staðan 62-37 en Skagamenn gerðu leikinn spennandi í síðari hálfleik með góðri baráttu. Liðsmenn ÍG lentu hver á fætur öðrum í villuvandræðum og þá meiddist Bergvin Ólafarson í upphafi síðari hálfleiks en kappinn var heitur í þeim fyrri og lék Skagamenn nokkrum sinnum grátt með 27 stig á 20 mínútum.

Í fjórða leikhluta náðu Skagamenn að minnka muninn í tíu stig en nær komust þeir ekki og ÍG kláraði dæmið 95-82 og fögnuðu vel í leikslok.

Stigahæstir:

ÍG: Guðmundur Ásgeirsson 30, Bergvin Ólafarson 27, Ásgeir 10, Helgi 9, Davíð Arthur 8, Gylfi 8.
ÍA: Áskell jónsson 36, Dagur Þórisson 14, Birkir Guðjónsson 10.