ÍG hætt við þátttöku í 1. deild
Körfuknattleikslið ÍG úr Grindavík ætlar ekki að spila í 1. deildinni í vetur eins og til stóð. ÍG sem komst upp úr 2. deild sl. vetur hefur óskað eftir því að leika áfram í 2. deild og hefur KKÍ orðið að ósk þeirra.Bæði ÍG og ÍV frá Vestmannaeyjum hafa hætt við þátttöku og munu Selfoss og Hrunamenn taka sætin í staðin.