IE kvenna: Tölfræðisamantekt
Við tölfræðiyfirferðina í Iceland Express deild kvenna kemur nafn Tamöru Bowie oft og mörgum sinnum fyrir en hún hefur farið hamförum með Grindavíkurkonum það sem af er tímabilinu. Engu að síður eru Grindavíkurkonur í þriðja sæti Iceland Express deildarinnar á meðan stöllur þeirra úr Keflavík deila toppsætinu með Haukum, sex stigum á undan Grindavík.
Næsti leikur Keflavíkur í deildinni er gegn Breiðablik þann 10. janúar en þar áður leika Keflavíkurkonur gegn Breiðablik í bikarkeppninni þann 7. janúar. Grindavík mætir Fjölni í bikarnum 7. janúar en næsti deilarleikur liðsins er 10. janúar gegn nýliðum Hamars.
Tölfræði einstakra leikmanna Suðurnesjaliðanna:
Stigaskor
Tamara Bowie, UMFG, 33,1
TaKesha Watson, Keflavík, 24,7
María Ben Erlingsdóttir, Keflavík, 19,1
Fráköst
Tamara Bowie, UMFG, 142
Hildur Sigurðardóttir, UMFG, 111
Margrét Kara Sturludóttir, Keflavík, 109
Stoðsendingar
TaKesha Watson, Keflavík, 65
Hildur Sigurðardóttir, UMFG, 48
Svava Ósk Stefánsdóttir, Keflavík, 40
Varin skot
Tamara Bowie, UMFG, 30
Margrét Kara Sturludóttir, Keflavík, 18
Hildur Sigurðardóttir, UMFG, 7
Bolta náð
TaKesha Watson, Keflavík, 48
Margrét Kara Sturludóttir, Keflavík, 40
Tamara Bowie, UMFG, 36
Villur
Margrét Kara Sturludóttir, Keflavík, 33
Petrúnella Skúladóttir, UMFG, 25
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, Keflavík, 31
Flestar spilaðar mínútur
Tamara Bowie, UMFG, 342
TaKesha Watson, Keflavík, 319
Hildur Sigurðardóttir, UMFG, 311
Staðan í deildinni
1. Haukar
2. Keflavík
3. UMFG
4. ÍS
5. Hamar
6. Breiðablik
Mynd 1: TaKesha í leik gegn Haukum.
Mynd 2: Hildur Sigurðardóttir í Höllinni í fyrra.