Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

IE-deild kvenna: Þrettánda umferð í kvöld
Miðvikudagur 13. janúar 2010 kl. 09:00

IE-deild kvenna: Þrettánda umferð í kvöld


Suðurnesjaliðin þrjú eiga öll leiki í kvöld þegar þrettánda umferð Iceland Express deildar kvenna hefst. Grindavík tekur á móti Val og með sigri getur Grindavík treyst stöðu sína enn frekar í toppbaráttunni en þær eru í 2. – 3. Sæti ásamt Hamri með 16 stig. Valur situr hins vegar á botni deildarinnar.

Njarðvík mætir Haukum að Ásvöllum í Hafnarfirði. Síðasti leikur liðanna var æsispennandi og lauk með sigri Njarðvíkinga eftir framlengingu. Leikurinn skiptir miklu máli fyrir Hauka þar sem liðið á enn möguleika á að komast í A-riðil. Væntanlega verður því allt lagt í sölurnar.

Keflavík fer til Stykkishólms og mætir Snæfelli sem er í B-riðli. Með sigri fara Keflavíkurstúlkur langt með að tryggja sæti sitt í A-riðl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024