IE-deild karla: Fyrsta umferðin í kvöld
Fyrsta umferð Iceland Express deildar karla í körfuknattleik hefst í kvöld. UMFN heimsækir ÍR og Grindvíkingar mæta Tindastólsmönnum á Króknum. Annað kvöld fá svo Keflvíkingar fá Breiðablik í heimsókn. Allir leikirnar hefjast kl. 19:15.
Grindvíkingum er spáð sigri í deildinni samkvæmt árlegri spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða sem kynnt var í byrjun vikunnar. Þeir ættu því að vera sterkari en Tindastólsliðið, sem spáð er 8. sæti.
Keflvíkingum er spáð fimmsta sæti og ættu þeir því að fara nokkuð létt með Breiðablik, sem vermir botnsætið, ef spádómsgáfan bregst mönnum ekki. Samkvæmt sömu spá verða Njarðvíkingar í fjóra sæti, þremur sætum ofar en ÍR.