Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Iceland Express deildin: heil umferð í kvöld
Fimmtudagur 10. nóvember 2005 kl. 12:35

Iceland Express deildin: heil umferð í kvöld

Heil umferð fer fram í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld. Allir leikirnir hefjast kl. 19:15.

Hamar/Selfoss mætir í Ljónagryfjuna og leikur gegn toppliði Njarðvíkur. Keflvíkingar halda til Egilsstaða og leika gegn Hetti og Grindvíkingar fá Snæfell í heimsókn.

Njarðvík og Keflavík eru einu ósigruðu liðin í deildinni en Njarðvíkingar hafa leikið einum leik meira en Keflvíkingar.

Aðrir leikir kvöldsins eru:

Skallagrímur - Þór Akureyri

Fjölnir - ÍR

KR - Haukar

Staðan í deildinni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024