Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Iceland Express deild karla hefst í kvöld
Fimmtudagur 13. október 2005 kl. 13:43

Iceland Express deild karla hefst í kvöld

Köruknattleiksunnendur geta nú tekið gleði sína á ný þar sem Iceland Express deildin í körfuknattleik hefst með heilli umferð. Í fyrra hét deildin Intersport-deildin en Körfuknattleikssamband Íslands undirritaði fyrir skemmstu nýjan samstarfssamning og því mun 1. deild kvenna og efsta deild karla bera merki Iceland Express í vetur.

Keppni í kvennakörfunni hófst á þriðjudaginn var þar sem Keflavíkurstúlkur hófu titilvörn sína með sigri á ÍS, 61-77, á útivelli.

Í kvöld halda Íslandsmeistararnir frá Keflavík í Seljaskóla og mæta þar ÍR-ingum sem þeir einmitt slógu út í undanúrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð.

Njarðvíkingar fá Skallagrím í heimsókn í Ljónagryfjuna en Valur Ingimundarson var ekki sáttur við viðtökurnar sem hann fékk þegar Skallagrímur mætti Ljónunum frá Njarðvík í bikarkeppninni á síðustu leiktíð.

Grindvíkingar fá Hauka í heimsókn í Röstina og nú er Friðrik Ingi Rúnarsson við stjórnvölin en hann leiddi Grindvíkinga til síns fyrsta og eina Íslandsmeistaratitils 1996-1997 en þá sigruðu Grindvíkingar Keflavík í úrslitarimmunni um titilinn.

Aðrir leikir kvöldsins eru:
Höttur - Þór Akureyri
Fjölnir – KR
Snæfell – Hamar/Selfoss

Allir leikirnir hefjast kl. 19:15

Keflavík – farnir/komnir:
Nick Bradford – farinn
Anthony Glover – farinn
Sævar Sævarsson – farinn
Jason Kalsow – farinn
Zlatko Gocevski – kominn
Þröstur Leó Jóhannsson – kominn/ úr yngri flokkum
AJ Moye – kominn
Elvar Sigurjónsson – kominn / úr yngri flokkum

Njarðvík – farnir/komnir
Alvin Snow – farinn
Doug Wrenn – farinn
Páll Kristinsson – farinn
Sveinbjörn Skúlason – farinn
Óli Aron Ingvason – farinn
Helgi Már Guðbjartsson – farinn
Jeb Ivey – kominn
Örvar Þór Kristjánsson – komin
Ragnar H. Ragnarsson – kominn
Rúnar Ingi Erlingsson – kominn/ úr yngri flokkum
Hjörtur Hrafn Einarsson – kominn/ úr yngri flokkum

Grindavík – farnir/komnir
Darrel Lewis – farinn
Jeffrey Boschee – farinn
Morten Þ. Szmiedowicz – farinn
Terrel Taylor – farinn
Páll Kristinsson – kominn
Hjörtur Harðarson – kominn
Helgi Einarsson – kominn/ úr yngri flokkum
Damon Bailey - kominn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024