Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 30. janúar 2004 kl. 23:39

Iceland Express Cup: Keflavík tapar fyrir ÍA, Örgryte vinnur KR

Keflavík tapaði fyrir bikarmeisturum ÍA 4-1 á Iceland Express-mótinu í knattspyrnu í kvöld. Garðar Gunnlaugsson og Guðjón Sveinsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Skagamenn, en Magnús Þorsteinsson gerði mark Keflvíkinga.

Í seinni leik kvöldsins mættust Íslandsmeistarar KR og sænska úrvalsdeildarliðið Örgryte í spennandi leik. lokatölur voru 2-1 Svíunum í vil, en KR hafði komist yfir strax á þriðju mínútu leiksins með marki frá Garðari Jóhannssyni. Eric Gustavsson jafnaði fyrir Örgryte fyrir leikhlé, en Akureyringurinn Atli Þórarinsson skoraði sigurmark leiksins fyrir sína menn með skalla eftir aukaspyrnu.

Á morgun (laugardag) fer seinni umferð mótsins fram í Reykjaneshöllinni, en þar mætast Keflavík og KR í leik um 3. sætið kl. 16.00, en úrslitaleikur Örgryte og ÍA hefst kl. 18.15. Allir eru hvattir til að mæta á völlinn og styðja sína menn og einnig til að sýna stuðning við hið merka framtak sem mótið sjálft er.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024