Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Icefitness í Reykjanesbæ í dag
Laugardagur 14. nóvember 2009 kl. 13:02

Icefitness í Reykjanesbæ í dag

Íslandsmótið í Icefitness heldur áfram í dag kl. 16:00 þegar síðari dagur mótsins fer fram. Fyrri hlutinn fór fram á Ásbrú á fimmtudagskvöld þegar keppt var í samaburði
 
Þrjár dömur mættu leiks.  Eva Lind Ómarsdóttir, Ásdís Þorgilsdóttir og Eva Sveinsdóttir.    Allar eru þær  í óaðfinnanlega fallegu formi og greinilegt að þær hafa lagt mikla og erfiða vinnu í undirbúning fyrir þetta mót.  
 
Níu karlar komu í samanburð.  Það eru : Lárus Mikael Vilhjálmsson, Högni Róbert Þórðarson, Víðir Þór Þrastarson, Sævar Ingi Borgarsson, Gísli Þrastarson, Jakob Már Jónharðsson, Vikar Sigurjónsson, Halldór Daðason og Jóhann Ari Einarsson.  Meiri hluti þessara  stráka hafa keppt áður og eru því hver öðrum glæsilegri.  Nýliðar voru nokkrir og mjög efnilegir og verður gaman að fylgjast með þeim á næstu árum.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í dag fara karlar í upphífingar, dýfur og hraðaþraut.  Konur fara í armbeygjur, hreystigreip og hraðaþraut. 

Endað er á samanburði sem er í raun sýning því dómarar kláruðu að dæma  á  samanburði.  Þarna eru úrslit úr samanburði upplýst.  Samanburður gildir 40% af heildareinkunn. 

 
Keppnin fer fram í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík kl.16:00 í dag, laugardag á skemmtilegustu keppni Íslands ár hvert, segir í tilkynningu.