Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ÍBV tók öll stigin í Eyjum
Úr fyrri leik liðanna í sumar sem lauk með jafntefli. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 16. ágúst 2023 kl. 08:31

ÍBV tók öll stigin í Eyjum

Keflavík missti ÍBV þremur stigum frá sér í miikilvægum fallslag í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í gær. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum en Eyjakonur skoruðu eina mark leiksins og skildu Keflvíkinga eftir í fallsæti.

Leikurinn liðanna var frekar jafn og hefði getað fallið með hvoru liði sem er. Fyrri hálfleikur var markalaus en í þeim seinni dró til tíðinda eftir að Keflavík fékk ágætis færi á 61. mínútu en Margrét Lea Gísladóttir setti boltann yfir. ÍBV fór í sóknina og sóknarmaður þeirra fékk sendingu inn fyrir vörnina og kláraði vel ein gegn Vera Varis í marki Keflavíkur (62').

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta reyndist eina mark leiksins og Keflavík missti þar af þremur mikilvægum stigum í fallbaráttunni. Helstu keppinautar Keflvíkinga í botnbaráttunni, ÍBV og Tindastóll, unnu sína leiki og náðu þar með að fjarlægja sig örlítið frá Keflavík sem er í næstneðsta sæti deildarinnar. Eftir sextán umferðir er Selfoss í neðsta sæti deildarinnar með ellefu stig, þá kemur Keflavík með fjórtán, ÍBV með sautján stig og Tindastóll með átján.