Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ÍBV sló Reynismenn úr bikarnum
Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 26. apríl 2021 kl. 08:36

ÍBV sló Reynismenn úr bikarnum

Reynismenn gerðu sér ferð til Eyja í gær þar sem þeir mættu Eyjamönnum í fyrstu umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. ÍBV stóð uppi sem sigurvegari og urðu lokatölu 4:1.

Það var strax á fimmtu mínútu að Eyjamenn komust yfir með marki úr víti og þeir tvöfölduðu forystuna með öðru marki úr vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé (45'+2).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Reynismenn náðu að minnka muninn í 2:1 á 52. mínútu þegar Kristófer Páll Viðarsson skoraði. Þannig stóðu leikar þar til undir lok leiksins en þá skoraði ÍBV í tvígang (887' og 90') og Reynismenn því dottnir úr keppni í Mjólkurbikarnum þetta árið.