Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

ÍBV sló kraftlausa Keflvíkinga úr bikarnum
Ana Paula Santos Silva er alltaf hættuleg þegar hún fer með boltann, hún varð fyrir því óláni í dag að skora sjálfsmark eftir hornspyrnu og koma ÍBV í forystu. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 29. maí 2022 kl. 21:32

ÍBV sló kraftlausa Keflvíkinga úr bikarnum

Keflavík tók á móti ÍBV í dag í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu. Keflvíkingar komust illa í takt við leikinn og var refsað fyrir einbeitingarleysi í vörninni með tveimur mörkum á skömmum tíma í seinni hálfleik.

Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það Keflvíkingar sem fengu fyrsta dauðafærið í leiknum. Þá fékk Dröfn Einarsdóttir boltann alein og yfirgefin á markteig gestanna snemma í seinni háfleik en Dröfn hitti boltann illa og skaut yfir markið.

Dauðafæri! Eyjakonur sluppu með skrekkinn í upphafi seinni hálfleiks þegar Dröfn hitti boltann illla.
Sjálfsmark! Frá þessu sjónarhorni er eins og ýtt sé aftan á Ana Paula Santos Silva sem skallar boltann í eigið mark.

Keflvíkingar lentu svo undir þegar Ana Paula Santos Silva varð fyrir því óhappi að skora sjálfsmark eftir hornspyrnu Eyjakvenna (66'). ÍBV var svo aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar þegar þær komu upp vinstri kantinn, leikmaður ÍBV lék inn í teig Keflavíkur og lét gott skot vaða í samskeytin fjær (68').

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Samantha Leshnak Murphy var búin að verja nokkrum sinnum vel í leiknum, hún var alls ekki sátt við seinna markið sem Keflavík fékk á sig.

Keflavík reyndi að bæta í en einhver deyfð var yfir liðinu í dag og þær náðu sér aldrei almennilega í gang. Vantaði allan kraft, hungur og vilja til að klára leikinn.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir og ræddi við Kristrúnu Ýr Holm, fyrirliða Keflavíkur, eftir leik. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.

Keflavík - ÍBV (0:2) | Mjólkurbikar kvenna 29. maí 2022