Miðvikudagur 10. ágúst 2005 kl. 15:18
ÍBV-Keflavík: Önnur tilraun
Leik ÍBV og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna sem frestað var í gær vegan veðurs á að fara fram í kvöld. Verður leikið í Eyjum á Hásteinsvelli og hefst leikurinn kl. 19:00.
ÍBV er í 4. sæti deildarinnar með 18 stig en Keflavík í því fimmta með 12 stig.