Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 27. ágúst 2001 kl. 13:26

ÍBV gerði strax út um leikinn

Keflavík og ÍBV mættust í Keflavík í 15. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu í gærkvöld. Leiknum lauk með 0-2 sigri ÍBV en Keflvíkingar unnu Vestmanneyingana síðast sumarið 1996. Í síðustu tíu deildarleikjum liðanna hefur ÍBV aldrei tapað. Vestmannaeyingarnir sýndu strax á 11. mínútu hvers þeir eru megnir.
Tómas Ingi Tómasson átti skot sem rataði inn fyrir marklínu Keflvíkinga á 11. mínútu. Þrem mínútum seinna bættur gestirnir öðru marki við en þar var að verki Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Keflvíkingar reyndu sitt besta til að ná færi en komust ekki að fyrr en í seinni hálfleik þegar Hlynur Stefánsson varði á marklínu. Næsti leikur Keflavíkur er við Val í Hlíðarenda 8. september. Liðið er nú í 5. sæti Íslandsmótsins með 19 stig, tíu stigum fyrir neðan toppliðin ÍA og ÍBV.
Grindvíkingar mættu KR-ingum í síðustu viku og lauk þeim leik með sigri Grindavíkur, 0-2. Einar Þór Daníelsson átti bæði mörkin í leiknum en þau voru skoruð með 6 mínútna millibili á 39. mínútu og 46. mínútu. Grindvíkingar mæta Fylki kl. 18 í dag en liðið er nú í 7. sæti deildarinnar með 18 stig, einu stigi undir Keflvíkingum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024