ÍAK einkaþjálfaranemar veita næringarráðgjöf

Nemendur í ÍAK einkaþjálfaranámi Keilis veita ókeypis næringarráðgjöf í Keili laugardagana 10. og 17. mars klukkan 13.00. Næringarráðgjöfin er hluti af verkefni þeirra við næringarfræði. Fólki á öllum aldri og af öllum toga er boðið að koma en einungis verður hægt að taka á móti 15 manns hvorn daginn. Frábært tækifæri til að fá góð ráð um hollt mataræði frá fagfólki.
Skráning er hjá Steinþóru Eir Hjaltadóttur á [email protected].



 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				