Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

ÍA yfir í hálfleik
Fimmtudagur 8. júní 2006 kl. 20:01

ÍA yfir í hálfleik

Skagamenn hafa 1-0 yfir í hálfleik gegn Keflavík í Landsbankadeildinni í knattspyrnu. Nokkuð jafnræði hefur verið með liðunum en það var Ellert Jón Björnsson sem kom ÍA yfir á 22. mínútu leiksins. Í kjölfar marksins gerði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eina breytingu á liðinu er hann tók Branislav Milicevic af velli og inn kom Geoff Miles.

Keflvíkingar hafa átt ágætis færi í fyrri hálfleik en heldur brösuglega hefur gengið að klára marktækifærin.

Jafnt var í leik Víkings og Grindavíkur í Víkinni 0-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Nánar síðar...

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024