Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 3. júní 1999 kl. 22:39

Í BOTNBARÁTTU EFTIR 4 UMFERÐIR

Keflvíkingar léku í vikunni sem leið fyrsta heimaleikinn og unnu fyrsta sigurinn í úrvalsdeildinni í sumar er þeir lögðu ÍA 2-0. Þeir náðu ekki að fylgja sigrinum eftir og skildu öll þrjú stigin eftir á Ólafsfirði sl. þriðjudag í 1-0 ósigri. Eftir góða byrjun komu Grindvíkingar stigalausir út viðureignum við sterkustu lið deildarinnar, töpuðu 2-1 gegn ÍBV í Eyjum og 1-3 gegn KR í Grindavík. Fyrir 4. umferðina misstu bæði lið reynda leikmenn af miðjunni í leikbann vegna óþarfa brota sem hafði vafalaust áhrif á leik liðanna sem náðu ekki stigi í 4. umferðinni. Framundan er vikuhvíld vegna landsleiks gegn Armenum og gefst þá liðunum tækifæri til að líta yfir farinn veg og endurskipuleggja. VF ræddi við Gunnar Oddson, þjálfara og leikmann Keflvíkinga, um gengi liðsins og næstu leiki. Stigin ekki til skiptanna á heimavelli „Við erum að sjálfsögðu ekki ánægðir með niðurstöðuna eftir þessa 4 leiki. Samt er engin örvænting í okkar herbúðum, við höfum verið vaxandi og eigum eftir að bæta okkur enn frekar þegar líður á. Af næstu 7 leikjum eigum við 5 leiki á heimavelli þar sem stigin verða ekki til skiptana. Fríið kemur sér vel fyrir þá sem þurfa að keyra sig upp vegna meiðsla. Gegn ÍA vorum við ákveðnir í að reka af okkur slyðruorðið, mættum til leiks skipulagðir og agaðir og uppskárum samkvæmt því. Leifturs leikurinn var í stuttu máli, eign okkar úti á vellinum en fótbolti snýst um að skora mörk og passa að andstæðingurinn skori ekki á þig.“ Já, ekkert gengur að skora mörk. Er ekki ráð að athuga hvort Brian Laudrup og hans ektakvinna finni friðinn í Keflavík? „Við erum þó að skapa okkur færi og á köflum að spila mjög vel. Hlutirnir hljóta að detta fyrir okkur fyrr en síðar. Hvað varðar Laudrup þá hefur manni sýnst að í kringum hann séu ekkert nema tóm vandamál.“ Nú ert þú í hlutverki aftasta varnarmanns þessa dagana, líkt og margir aðrir V.S.O.P. leikmenn um allan heim hafa gert á síðari hluta knattspyrnuferilsins. Áttu von á leika þarna til vertíðarloka? „Ég þekki stöðu aftasta varnarmanns vel frá því að ég spilaði með KR og líkar ágætlega. Hvort ég leik þar áfram ræðst af hvað hentar liðinu hverju sinni.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024