Í 3. sæti eftir sigur á Laugardalsvelli
Keflavík tyllti sér í 3. sæti Landsbankadeildarinnar eftir frækinn sigur á Fram á Laugardalsvelli í gær, 2-3.
Framarar komust yfir á 17. Mínútu með heldur slysalegu marki, en Guðjón Árni Antoníusson fékk botann í sig eftir að Ómar Jóhannsson hafði varið skalla frá Víði Leifssyni og inn fór boltinn.
Framarar voru mun betri í fyrri háfleiknum og áttu nokkur góð færi, en það voru hins vegar gestirnir úr Bítlabænum sem jöfnuðu leikinn á 40. mínútu og var þar að verki hinn sjóðheiti Stefán Örn Arnarson sem hefur þá skorað 4 mörk í 5 leikjum í deild og bikar. Stefán komst inn í sendingu milli varnarmanna Fram og kláraði boltann í neitð af miklu öryggi.
Keflvíkingar voru ekki að tvínóna við hlutina í fyrri háflelik og skoruðu strax úr sinni fyrstu sókn, en þar var að verki Hólmar Örn Rúnarsson. Guðmundur Steinarsson sendi boltann inn í teig þar sem Hólmar var réttur maður á réttum stað og kom sínum mönnum yfir, 1-2.
Liðin skiptust á að sækja eftir markið og áttu bæði góð færi, en á 89. mínútu kom Hörður Sveinsson Keflvíkingum í 1-3 með góðu skallamarki úr teignum. Staðan var því orðin slæm fyrir heimamenn sem virðast vera komnir á kunnuglegar slóðir eftir góða byrjun.
Ingvar Ólason minnkaði muninn stuttu síðar en nær komust Framarar ekki og Keflvíkingar eru í góðum málum, rétt á eftir Völsurum, en langt á eftir verðandi meisturum FH.
Myndir/Eygló Eyjólfsdóttir