Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hvítar flatir á Kálfatjarnarvelli
Miðvikudagur 28. mars 2007 kl. 15:01

Hvítar flatir á Kálfatjarnarvelli

Lóan  er komin til Íslands. Hún sást á Hornafirði í fyrsta sinn á þessu ári sl.. sunnudag. Hún er hinn  eini sanni vorboði og mun með sínu ljúfa dirrrinndíi ylja landsmönnum næstu mánuðina. Þegar lóan er komin fer að styttast í að golfvellir landsins taki á sig græna mynd. Þá kætast kylfingar og flykkjast út á völl.

 

Í morgun var frekar kuldalegt um að litast á Kálfatjarnarvelli í Vogum á Vatnsleysuströnd. Græni liturinn var aðeins farinn að láta sjá sig, en flatirnar voru fannhvítar í morgun þegar þessi mynd var tekin.

 

Búast má við að hvíti liturinn víki fyrir þeim græna þegar líður á daginn þar sem hiti fer hækkandi og sól skín í heiði á sunnanverðu landinu.

 

Myndirnar tók Húbert Ágústsson vallarstjóri á Kálfatjarnarvelli í morgun.

 

www.kylfingur.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024