Hverjir komast í Laugardalshöll?
Njarðvíkingar duttu snemma út úr bikarkeppninni í fyrra er þeir lágu í 32 liða úrslitum gegn ÍR. Friðrik Erlendur Stefánsson, fyrirliði Njarðvíkinga, segist hafa verið lengi með hugann við leik helgarinnar en fróðlegt verður að fylgjast með baráttu landsliðsmiðherjanna Friðriks og Hlyns Bæringssonar í leiknum á laugardag. ,,Við Hlynur erum yfirleitt að dekka hvorn annan þegar Njarðvík og Snæfell mætast en á laugardag verður það betra liðið sem vinnur leikinn sama hvernig við berjumst í teignum,” sagði Friðrik í léttum dúr en vildi þó meina að þeir Hlynur hefðu átt fremur slæma daga í síðustu viðureignum Njarðvíkur og Snæfells. ,,Í síðustu leikjum liðanna höfum við báðir verið jafn lélegir. Hlynur er í aðalhlutverki í sínu liði, hann þarf að vera meiri skorari fyrir Snæfell en ég fyrir Njarðvík og því erum við krafnir um ólíka hluti í liðunum okkar,” sagði Friðrik sem á laugardag tekur á móti Snæfellingum, einu besta varnarliði landsins.
,,Það verður háð gríðarleg frákastaorrusta í þessum leik og við munum fara ítarlega ofan í skelfilegan leik okkar í deildinni í Stykkishólmi og sjá hvar við vorum mest að
Spennan á toppi
Þær Margrét Kara og Ingibjörg Jakobsdóttir leikmaður Grindavíkur eiga það sammerkt að hafa tapað sínum fyrstu bikarúrslitaleikjum í meistaraflokki kvenna. Ingibjörg var í Grindavíkurliðinu sem lá gegn ÍS í Höllinni fyrir tveimur árum í bikarúrslitaleik. ,,Það var súrt, alveg ömurlegt eins og það var gaman að spila þarna, mig dreymir um að komast aftur í Höllina og vinna bikarinn með meistaraflokki,” sagði Ingibjörg sem leikið hefur fantavel í Grindavíkurliðinu að undanförnu.
,,Við komum ágætlega stemmdar til leiks í Keflavík um daginn en mættum ekki í síðari hálfleik og töpuðum leiknum. Þetta verður vonandi eitthvað skárra hjá okkur á sunnudag og við ætlum okkur að mæta í alla leikhluta leiksins,” sagði Ingibjörg og kvaðst nokkuð viss um hvernig sigurformúla Grindavíkur hljómaði. ,,Skotin okkar verða að detta niður og Tiffany að spila vel inni í teig þá verður þetta pottþétt Grindavíkursigur. Ég á von á brjáluðum Keflvíkingum í þennan leik og þær munu pressa okkur og detta svo í 2-3 svæðisvörn. Við leystum ekki vel úr þessum málum í Keflavík,” sagði Ingibjörg sem snéri sig smávegis á ökkla á þriðjudagskvöld en hún ætlar ekki að láta það aftra sér um helgina.
Njarðvík-Snæfell laugardaginn 2. febrúar kl. 15:00 og Grindavík-Keflavík sunnudaginn 3. febrúar kl. 19:15. Hinir leikirnir í undanúrslitum eru viðureign Hauka og Fjölnis í kvennaflokki sem fer fram í kvöld kl. 18:00 að Ásvöllum og leikur Skallagríms og Fjölnis í karlaflokki sem fram fer í Borgarnesi á sunnudag kl. 19:15.