Hvað gerir kanalaust Grindavíkurlið gegn KR?
Tvö Suðurnesjalið leika í kvöld úrvalsdeild karla í körfuknattleik. KR tekur á móti Grindavík í Vesturbænum. KR-ingar hafa verið á sigurför og unnið alla þrjá leiki sína í deildinni til þessa. Grindvíkingar hafa unnið tvo en tapað einum. Liðið mætir Kanalaust í leikinn í kvöld því Amani Daanish var látinn fara á dögunum, sem kunnugt er.
Keflvíkingar verða á heimavelli og taka á móti Snæfelli. Bæði lið eru á svipuðum slóðum, hafa unnið tvo leiki og tapað einum.