Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 14. janúar 1999 kl. 18:37

HVAÐ ER BODY-PUMP?

Body Pump er 50-60 mínútna líkamsræktartími þar sem unnið er með lóð og lóðarstangir til þess að þjálfa alla vöðvahópa líkamans í takt við hvetjandi tónlist. Þrátt fyrir að tónlist sé notuð er engin nauðsyn að kunna dansspor eða þolfimi til þess að vera þátttakandi í tíma. Mikil árhersla er lögð á rétta lyftingatækni. Notaðar eru viðráðanlega þyndir sem hver og einn ræður við. Endurtekningarfjöldi æfinganna er mikill og þar af leiðandi unnið mikið í fitubrennslu og krafþoli. Hver þátttakandi fær sína ákveðju stöng og ákveðið magn af lóðum sem hentar hans líkamsástandi. Allir tímar byrja á góðri upphitun þar sem unnið er með alla stærstu vöðva líkamans. Eftir upphitun eru allir vöðvahópar þjálfaðir fyrirfram á skipulagðan hátt. Þeir sem hafa prófað Body-Pump finna strax mikinn árangur vegna þess að það er hannað til þess að vinna með tveimur stærstu orkukerfum líkamans. Þau eru annars vegar loftháð þjálfun, aðferð þar sem súrefnið er notað til þess að brenna fitu og kolvetnum og skapa þannig orku fyrir vöðvahópa líkamans. Hins vegar loftfirrð þjálfun, orkuferli sem tekur við þegar álagið á vöðvahópa líkamans er orðið það mikið að loftháða þjálfunin nær ekki að koma nægu súrefni til vöðvana. Loftfirrð þjálfun gefur vöðvunum tækifæri á að þjálfa af mikilli ákefð í stuttan tíma. Kosturinn við Body-Pump er sá að allir geta tekið þátt hlið við hlið, án tillits til líkamsforms. Þátttakendur velja sjálfir þá þyngd lóða sem þeir vinna með í Body-Pump. Body-Pump er því fyrir konur og karla, unga sem gamla, byrjendur sem lengra komna. Sigríður Kristjánsdóttir, Perlunni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024