Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 18. febrúar 2003 kl. 17:02

Hunter rekinn frá Njarðvík

Njarðvíkingar hafa sagt upp samningi við Gary Hunter en það gerðist í hádeginu í dag. Friðrik Ragnarsson þjálfari Njarðvíkinga sagði í samtali við Víkurfréttir að ástæða uppsagnarinnar væri sú að menn þar á bæ væru einfaldlega ekki sáttir við spilamennsku Hunters og hlutirnir hefðu einfaldlega ekki gengið upp. „Það eru auðvitað gerðar miklar kröfur til erlendu leikmannanna enda fá þeir borgað fyrir að leika körfuknattleik og oft fer mikill peningur í þá. Við viljum auðvitað fá mikið fyrir peninginn en staðreyndin er sú að það fengum við ekki í þetta skiptið og því var þessi ákvörðun tekin“, sagði Friðrik í samtali við Víkurfréttir.
Friðrik sagði að ekki væri búið að ákveða hvort nýr kani yrði fenginn til liðsins en það myndi ráðast á næstu dögum. „Það gæti vel farið svo að við spilum kanalausir út tímabilið en það kemur þó allt í ljós. Við munum væntanlega vera án kana í næsta leik en hvað gerist eftir það verður að koma í ljós“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024