Hunter með sigurkörfuna á síðustu sekúndu
Njarðvíkingar sigruðu Breiðablik, 91:88, í úrvalsdeild karla í körfuknattleik en leikurinn fór fram á heimavelli Blika, í Smáranum. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og var það Gary Hunter sem tryggði gestunum sigurinn með þriggjastigakörfu þegar flautan gall. Gary Hunter gerði hvorki meira né minna en 47 stig í leiknum þar af 24 í síðasta fjórðungnum, öll stig liðsins.Njarðvíkingar komust upp við hlið Keflvíkinga með sigrinum og eru í 3. - 5. sæti tveimur stigum frá toppsætinu.