Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hundruð kylfinga mættir í golf á Suðurnesjum - myndir
Suðurnesjakylfingarnir Þorsteinn Erlingsson og Einar Guðberg voru mættir í blíðuna í Leiruna á síðasta vetrardegi. VF-myndir/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 22. apríl 2020 kl. 11:47

Hundruð kylfinga mættir í golf á Suðurnesjum - myndir

Hundruð kylfinga eru búnir að taka golfkylfurnar fram og eru mættir á vellina sem hafa opnað. Fyrstu kylfingarnir voru mættir kl. 7 í morgun, miðvikudag á Hólmsvöll í Leiru. Um 200 manns eru skráðir á teig í dag og á morgun, sumardaginn fyrsta.

Að sögn Birkis Þórs Karlssonar, vallarstjóra Hólmsvallar var veturinn erfiður og mikið sem barst upp á sjávarbrautirnar í veðurofsanum sem oft hefur geysað síðustu mánuði. Hann sagði að völlurinn kæmi þó ágætlega undan vetri og væri að taka vel við sér. Búið væri að bera áburð á flatir í tvígang á síðustu tveimur vikur og tíðin þannig að grasið hefur tekið vel við sér. Þá hefði einnig verið árangursríkt að leggja dúk yfir flatir á 2. og 3. braut. Áfram yrði haldið í vorverkum næstu daga, meiri áburður settur á völlinn og unnið við að koma glompum í gott horf. „Þetta lítur bara ágætlega út og fer batnandi með hverjum deginum. Hlýindi síðustu daga hafa hjálpað mikið og útlitið gott með næstu daga,“ sagði Birkir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

John Steven Berry í mótastjórn GS sagði að allt hafi gengið vel þrátt fyrir að ræst væri út með 10 mínútna millibili en því yrði breytt frá og með föstudeginum, þá yrði ræst út með 15 mínútna millibili. Kylfingar sem mæta á teig greiða vallargjald með millifærslu og fá upplýsingar um það við golfskála sem er lokaður. Sjá mátti holu-bolla uppi við á flötum en kylfingar undu glaðir við sitt að geta púttað á sumarflötum og spilað við góðar aðstæður á síðasta vetrardegi.

Meðal kylfinga sem voru mættir á teig í Leirunni í morgun var landsliðs knattspyrnumaðurinn Kári Árnason. Hann lenti í smá vandræðum á fyrsta teig en gekk þó brosandi út á völl eins og fleiri kylfingar. 

Ljósmyndari Víkurfrétta smellti þessum myndum á miðvikudagsmorgni.

Kári slær á fyrsta teig. Höggið fór ekki alveg rétta leið og landsliðsmaðurinn í knattspyrnu tók annað högg skömmu síðar.

Kylfingar á fyrstu flötinni.

Skemmtileg mynd. John Berry í mótanefnd GS til hægri og kylfingur til vinstri að leggja inn vallargjaldið.

Púttað í bolla samkvæmt COVID-19 reglum.

Kylfingar eins og beljur að vori í Leiru