Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hundrað keppendur á Möggumóti
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 28. janúar 2023 kl. 06:03

Hundrað keppendur á Möggumóti

Möggumót fór fram hjá fimleikadeild Keflavíkur um síðustu helgi en það er haldið til heiðurs Margréti Einarsdóttur sem stofnaði fimleikadeildina árið 1985.

Keppt var í 5. þrepi létt, 5. þrepi, 4. þrepi og 3. þrepi kvenna. Alls voru 101 keppendur frá fimm félögum; Keflavík, Stjörnunni, Gróttu, Fylki og Björk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fimleikadeild Keflavíkur sendi fimmtán ungar og efnilegar á svæðið og stóðu þær sig vel en flestar voru þær að stíga sín fyrstu skref í keppni.