Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hundrað hlupu á hlaupsársdag í Sandgerði
Mánudagur 29. febrúar 2016 kl. 16:07

Hundrað hlupu á hlaupsársdag í Sandgerði

Tæplega hundrað krakkar tóku þáttt í heilsuvikuhlaupinu sem fór fram í Sandgerði dag, á sjálfan hlaupsársdag. Allir fengu glaðning og drykk þegar þeir komu í mark og heppnir þátttakendur voru dregnir út og unnu bíómiða. Heilsuvikuhlaupið er hluti af dagskrá heilsuviku í Sandgerði sem hófst í gær með  kennslu í Snag golfi og brenniboltamóti. Fjölbreytt dagskrá er í boði þessa heilsuviku og má þar nefna Samkaupsmótið í blaki, jóga frá YogaZonen, stafganga, zúmba, taekwondo, Flott þrek, badminton,boccia, körfuboltafjör, loftboltar og margt fleira.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024